15.08.2019

Ný heimasíða í loftið

Við höfum nú sett í loftið nýja heimasíðu Tæknivits.
Hér er að finna mun meira af upplýsingum um þær lausnir sem við bjóðum og vöruúrval.
Flest efni síðunnar er hægt að hlaða niður á pdf formi og prenta út ef vill. Þannig viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að nálgast upplýsingar á þægilegu formi til vangaveltna og ákvarðanatöku.


01.01.2019

Við heitum núna Tæknivit!

Um sl. áramót var ákveðið að breyta nafni Leiða og ber það nú nafnið Tæknivit ehf. hér eftir. Sama gamla kennitalan er notuð áfram. Hér er því einungis um nafnabreytingu að ræða, þ.e. Tæknivit ehf. kt. 601201-3050.
Heimasíðan verður taeknivit.is og netföngin verða x@taeknivit.is.
Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast sendið okkur tölvupóst eða hringið í símann okkar, 568 8600.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk Tæknivits