Starfsmenn Tæknivits


Helgi Leifsson

Helgi hóf störf hjá Tækniviti í Maí 2016. Hann hefur mikla reynslu af tæknilegum málum eftir nám sitt hjá Háskólanum í Reykjavík ásamt vinnu sinni hjá Icelandic Institute for Intelligent Machines með námi. Hann útskrifaðist frá Háskóla Reykjavíkur 2014 sem Tölvunarfræðingur. Þar áður vann hann við gæðastjórnun hjá Crowd Control Productions (CCP) (2004-2005) og sem tæknimaður hjá Opnum Kerfum (2000-2004).

Hjá Tækniviti forritar hann sjálfvirkar skráningarvélar og hliðstýringar ásamt öðrum verkefnum.

Magnús Þór Karlsson

Magnús Þór Karlsson stofnaði Tæknivit 2001. Hann er véltæknifræðingur frá Odense Teknikum í Dannmörku en sótti í náminu greinar frá rafmagnsdeild skólans. Magnús hefur á starfsferli sínum aðallega unnið að upplýsingaverkefnum. Hann stofnaði Hug sf 1985.

Í frítíma sínum hefur hann starfað með Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og Jöklarannsóknafélaginu.

Stefán Birnir Sverrisson

Stefán Birnir Sverrisson hóf störf hjá Tækniviti í maí 2009. Hann er með meistaragráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku.

Með námi vann Stefán sem tæknimaður hjá Securitas þangað til hann útskrifaðist árið 2004. Stefán var við störf hjá VJI Verkfræðistofu (nú Lota ehf) í þrjú ár sem smáspennuhönnuður, síðan við hugbúnaðarþróun á Libra Loan lánakerfinu hjá Librasoft í 2 ár áður en hann hóf störf hjá Tækniviti. Stefán réð sig til Nordic Semiconductor ASA í Noregi árið 2012 og vann þar við þróun Bluetooth örtölvuflaga í 4 ár áður en hann snéri aftur til Tæknivits í nóvember 2016. Helstu verkefni Stefáns í dag er þróun-, ráðgjöf og verkefnastjórnun tengt skráningarkerfum Sorpu BS

Stefán hefur gaman að útiveru og líkamsrækt. Hann hefur ástríðu fyrir rafbílum og umhverfismálum og er í stjórn Rafbílasambands Íslands.