Sjálfsala · Kíóskar · Vefverslanir · Öpp

Vendral – seldu meira með snjallri sjálfsafgreiðslu

Vendral er skýbundinn hugbúnaðarverkvangur sem einfaldar rekstur og stýrir sölu og afhendingu í sjálfsölum, snjallsölum, kíoskum, vefverslunum og snjallsímaöppum – allt frá einu stjórnborði.

Minni handavinna, meiri nýting og betri þjónusta við viðskiptavini – hvort sem þeir kaupa í vél, á kassa, á vefnum eða í appi.

Einn verkvangur fyrir allar söluleiðir
Rauntímayfirsýn yfir sölu og birgðir
Sjálfvirkni í stillingum og þjónustu
Opið API fyrir samþættingar
Yfirlit

Hvað er Vendral?

Vendral er skýbundinn hugbúnaðarverkvangur sem sér um allt sem gerist á bakvið tjöldin í sjálfsölu. Kerfið tengir saman sjálfsala, snjallsala, afhendingarskápa, sjálfsafgreiðslukíoska, aðgangshlið, vefverslanir og snjallsímaöpp – þannig að þú stýrir öllu úr einu stjórnborði.

Í stað þess að hvert tæki hafi sitt eigið lokaða stjórnkerfi sér Vendral um vöruframboð, verð, afhendingu, inneignir, greiðslur og rekstraryfirsýn. Sama kerfi þjónustar marga ólíka sölustaði og söluleiðir þannig að viðskiptavinurinn upplifir eina heildstæða þjónustu – hvort sem hann skannar QR-kóða, pantar í appi eða velur vöru á skjá.

Niðurstaðan er einfaldari rekstur, betri nýting á tækjunum og þægilegri upplifun fyrir viðskiptavini.

Mandla appið sem framhlið yfir Vendral verkvanginn
Eiginleikar

Helstu eiginleikar Vendral

Vendral sameinar stjórnun á sölurásum, tækjum og gögnum í eina veflausn í skýinu – með innbyggðum stuðningi við sjálfvirkni, mælaborð og samþættingar.

Seldu meira – á fleiri stöðum 24/7

  • Styður sjálfsala, snjallsala, afhendingarskápa, kíoska, vef og öpp.
  • Miðlægt vörusafn og verðskrá – sama vara getur birst á öllum söluleiðum.
  • Sveigjanlegar uppsetningar fyrir mismunandi staðsetningar og viðskiptavini.

Hámarks sjálfvirkni í rekstri

  • Skýbundin lausn – engir eigin netþjónar eða uppsetningar.
  • Fjarstýring og ástandsvöktun tækja með viðvörunum um birgðastöðu og fleira.
  • Sjálfvirkar hugbúnaðaruppfærslur og stillingabreytingar.

Mælaborð og greining

  • Rauntímamælaborð með sölu, tekjum og toppvörum.
  • Skýrslur eftir staðsetningum, vöruflokkum og greiðsluleiðum.
  • Rekjanleiki á öllum aðgerðum – frá birgðaáfyllingu til úttektar.

Markaðsvirkni og vild

  • Innbyggt vildarkerfi með punktasöfnun og afsláttum.
  • Herferðir og kvik verðlagning eftir tíma dags eða staðsetningu.
  • Stýring á auglýsingaskjám og kynningum beint úr stjórnborði.

Öryggi og aðgangsstýring

  • Öryggi í samræmi við PCI og GDPR-kröfur.
  • Hlutverkastýring fyrir rekstraraðila, þjónustu- og viðhaldsaðila.
  • Rekjanleiki á aðgangi og breytingum í kerfinu.

Samþættingar og búnaður

  • Opið API til að tengja við bókhald, ERP, CRM og BI-tól.
  • Stuðningur við helstu greiðslulausnir og greiðslugáttir.
  • Tenging við aðgangshlið, skynjara, skápa, prentara og annan IoT-búnað.
Sölurásir

Ein lausn fyrir allar sjálfsöluleiðir

Vendral er hannað fyrir rekstraraðila sem vilja stjórna mörgum söluleiðum á einum stað – hvort sem það eru hefðbundnir sjálfsalar, snjallsalar, kíoskar eða öpp.

Sjálfsalar

Sjálfsalar fyrir snakk og drykki, kaffi, te, heitan mat, frystivörur og annað – allt tengt við sama bakendakerfi.

Snjallsalar og afhendingarskápar

Snjallsalar sem skynja það sem tekið er úr hólfum og afhendingarskápar fyrir pantanir, mat eða búnað.

Sjálfþjónustukíoskar

Snertiskjáir í verslanamiðstöðvum, hótelum, veitingastöðum og þjónusturýmum þar sem viðskiptavinurinn afgreiðir sig sjálfur.

Vefverslun og vefgræjur

Netpöntun og taka frá vöru; lausnir sem tengjast sjálfsölum og afhendingarskápum – hægt að fella inn í núverandi vefsíðu.

Snjallsímaöpp

App sem sér um pöntun, áfyllingu, áskriftir, greiðslu, aðgang og vild – sama bakendakerfi og stýrir öllum sjálfsölunum.

Þriðju aðilar

Vef- og applausnir frá samstarfsaðilum geta tengst við Vendral í gegnum opið API.

TCN sjálfsali tengdur við Vendral verkvanginn
Skýringarmynd af Vendral sem skýjaverkvangi fyrir sjálfsölu
Arkitektúr

Vendral í miðjunni – milli tækja, viðskiptavina og bakendakerfa

Skýringarmyndin hér til hliðar sýnir hvernig allar sölurásir tala við sama skýjaverkvang. Vendral sér um samskipti við tæki, viðskiptavini og bakendakerfi – þú heldur utan um reksturinn á einum stað.

  • Efsta lag: sjálfsalar, kíoskar, vefur, öpp og aðgangshlið sem viðskiptavinurinn sér.
  • Miðju lag: Vendral Cloud Platform – vörur, verð, pantanir, greiðslur, vildarkerfi, mælaborð og API.
  • Neðsta lag: ERP, bókhald, greiðslugáttir, BI-tól og önnur kerfi.

Með þessari nálgun er auðvelt að bæta við nýjum tækjum, nýjum sölustöðum eða jafnvel nýrri söluleið án þess að breyta grunnkerfinu.

Notkunardæmi

Dæmi um rekstur sem nýtir Vendral

Vendral hentar öllum rekstraraðilum sem vilja færa hluta af sinni þjónustu yfir í sjálfsafgreiðslu og fá betri yfirsýn á sama tíma.

Veitingasala og mötuneyti

  • Sjálfsalar fyrir drykki og snarl á skrifstofum, í skólum og íþróttahúsum.
  • Sjálfafgreiðslukassar í mötuneytum og kaffistofum.
  • Netpöntun í appi með afhendingu í skápum eða sjálfsala.

Hótel, gististaðir og afþreying

  • Sjálfsalar í anddyri og á hæðum – stýrðir úr einu stjórnborði.
  • Sjálfþjónustukióskar fyrir miða, aðgang og þjónustu.
  • Tenging við gestakerfi og greiðslugáttir.

Sveitarfélög og almenningsaðstaða

  • Lausnir fyrir söfn, sundlaugar og íþróttamiðstöðvar.
  • Sjálfsala á þjónustu og vöru – t.d. sundmiðar, aðgangur, drykkir og snarl.
  • Samræmd yfirsýn yfir tekjur og notkun á milli staða.

Vöruafhending

  • Afhendingarskápar fyrir pantanir utan hefðbundins opnunartíma.
  • Sjálfsalar fyrir rekstrarvörur á vinnustöðum.
  • Tenging við lager- og pöntunarkerfi.
Næstu skref

Má bjóða þér að efla sjálfsölureksturinn?

Við hjálpum þér að velja réttar söluleiðir, tengja búnað, samþætta við núverandi kerfi og setja upp Vendral þannig að hann smellpassi þínum rekstri – hvort sem þú ert með eina vél eða heilan flota.

Bóka kynningu á Vendral