Stafræna sveitarfélagið þitt

Uppgötvaðu hvernig Mandla, appið okkar, sem knúið er af samþættum snjallþjónustuvettvangi Tæknivits, umbreytir daglegu lífi þínu í sveitarfélaginu í hnökralausa og þægilega upplifun á sama tíma og reksturinn verður skilvirkari. Þú getur notað það alls staðar þar sem hafa þarf umsjón með aðgangi, auðkenningu, sölu á þjónustu og greiðslum. Skoðum nokkrar sviðsmyndir:

Byrjaðu daginn á hressandi sundferð

Með Möndlu getur þú keypt einstaka miða, áskrift eða fjölskyldumiða. Inneignin þín er geymd á öruggan hátt og aðgangur er einfaldur og þægilegur með símanum; NFC snertilaust eða QR kóða skönnun.

  • 1
    Mætir í sundlaugina Þú opnar appið á símanum þínum við innganginn.
  • 2
    Velur sundkortið þitt Velur sundkortið þitt í appinu.
  • 3
    Aðgangshliðið les QR-kóðann Sýnir skjá símans þíns með QR-kóða kortsins við aðgangshliðið.
  • 4
    Gengur beint inn Hliðið veitir strax aðgang og notkunin er sjálfkrafa skráð á reikninginn þinn.
Við aðgangshlið í sundlaug

Heimsókn á endurvinnslustöð

Heimsókn á endurvinnslustöðina er nú straumlínulagað ferli. Bílnúmerin eru skráð og íbúar geta verið með kvóta eða greitt jafnóðum fyrir greiðsluskyldan úrgang í gegnum Möndlu.

  • 1
    Keyrir að stöðinni Þú keyrir að inngangi endurvinnslustöðvarinnar.
  • 2
    Auðkenning við inngang ANPR (sjálfvirk númeraplötugreining) myndavél greinir bílnúmerið sem er tengt við reikninginn þinn.
  • 3
    Vigtun og flokkun Flokkur úrgangs er valinn á snertiskjá og bíllinn er vigtaður.
  • 4
    Útvigtun og uppgjör Þegar þú keyrir út er bíllinn vigtaður aftur og sjálfvirk skuldfærsla skráð byggt á þyngd og gerð úrgangs.
Endurvinnslustöð

Bílastæðahúsið

Bílastæðahúsið er nú samþáttað við kerfi Tæknivits sem getur stýrt aðgangi bæði með bílnúmeralestri og Möndlu appinu.

  • 1
    Komið í bílastæðahús Myndavélin greinir númeraplötuna þína,hliðið lyftist og komutíminn þinn er skráður.
  • 2
    Ekkert stress Legðu í stæðið og njóttu heimsóknarinnar; engin þörf á að hafa samskipti við gamaldags greiðsluvél.
  • 3
    Aftur heim Við útgöngu þekkir myndavélin bílnúmerið þitt aftur. Kerfið reiknar sjálfkrafa út gjaldið og skuldfærir með tengdri greiðsluleið og sendir kvittun samstundis.
Bílastæðahús

Heimsókn á listasafnið

Menningarferðin þín hefst áreynslulaust. Hvort sem þú hefur keypt miða fyrirfram í appinu eða ert með bæjarlistakort, veitir Mandla þér skjótan og auðveldan aðgang að listasafni sveitarfélagsins.

  • 1
    Við innganginn Opnaðu appið og veldu stafræna safnamiðann þinn eða menningarkortið þitt.
  • 2
    Gengið inn Berðu QR-kóðann að lesaranum á aðgangshliðinu, sem opnast, þú gengur inn og kerfið skráir heimsóknina þína.
Listasafnið

Gerum þetta að veruleika í þínu sveitarfélagi

Við hjálpum þér að innleiða heildstæðar lausnir sem gera daglegt líf íbúa einfaldara og rekstur sveitarfélagsins hagkvæmari.

Bóka kynningu Til baka í sveitarfélagalausnir