Bókunarkerfi / aðgangsstýring fyrir sameiginleg svæði:

 • Fyrir notkun á sameiginlegum sal
 • Fyrir notkun á sameiginlegu þvottahúsi
 • Fyrir bókun á tíma í ákveðna þjónustu
 • Fyrir notkun á sameiginlegu tæki / verkfæri
 • Aðgangsstýring
 • Stjórnborð
 • Skýjalausn

Bókunarkerfi Tæknivits er tilvalin lausn fyrir húsfélög og/eða þá sem eru með eign eða tæki sem leigð eru út t.d. leiga á sal. Notendur bóka sér sinn tíma. Sé aðgangsstýring tengd kerfinu sér það til þess að aðeins sá sem á bókaðan tíma fái aðgang


Hjartað í lausninni er aðgangs- og upplýsingakerfið, byggt á íslensku hugviti, með marga möguleika:


 • Notandi bókar/afbókar sjálf(ur) sinn tíma
 • Umsjónaraðili sér allar bókanir
 • Umsjónaraðili getur bókað/afbókað fyrir notanda ef þess þarf
 • Hægt að setja gjald á hverja bókun/afbókun
 • Allar upplýsingar um notkun, tíma ofl.
 • Hægt að bóka með korti / miða / augnskanna
 • Utanumhald fyrir kort/miða/notendur

Bókunarkerfið okkar er „opið“ kerfi, þ.e.a.s. það getur unnið með margskonar kortum / miðum og tækjum. Kerfið er óháð endabúnaði að því gefnu að samskipti séu á viðeigandi formi.


Hér er um að ræða íslenska lausn, framleidda af Tækniviti. Það gerir okkur kleift að vera mjög sveigjanleg þegar kemur að séróskum viðskiptavina og tengingum við ýmis önnur kerfi. Hugbúnaðarsérfræðingar okkar hafa margra ára reynslu í hönnun, smíði og rekstri upplýsingakerfa.