Íslenskt, fjölhæft upplýsingakerfi:

  • Upplýsingakerfi
  • Uppgjörskerfi
  • Skýrslukerfi
  • Bókunarkerfi
  • Afgreiðslukerfi
  • Viðburðastýring
  • Stjórnborð
  • Skýjalausn

Álfheimar eru upplýsingakerfið okkar. Flestar okkar lausnir tengjast Álfheimum á einn eða annan hátt til þæginda fyrir viðskiptavini okkar. Þar er haldið utan um allar rekstrartengdar upplýsingar ásamt stjórnborðinu sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að framkvæma ýmsar stillingar sjálfir.


Dæmi um upplýsingar sem nálgast má og aðgerðir:

  • Fjölda viðskiptavina í rauntíma
  • Hvenær viðskiptavinir kaupa þjónustu / nýta þjónustu
  • Hvaða greiðslumáti var notaður
  • Veltu valins tímabils
  • Hreyfingar á völdu tímabili
  • Kortautanumhald, skrá kort / virkja / afvirkja
  • Stök sala

Álfheimar eru „opið“ kerfi, þ.e.a.s. það getur unnið með margskonar kortum / miðum og tækjum. Kerfið er óháð endabúnaði að því gefnu að samskipti séu á viðeigandi formi.


Hér er um að ræða íslenska lausn, framleidda af Tækniviti. Það gerir okkur kleift að vera mjög sveigjanleg þegar kemur að séróskum viðskiptavina og tengingum við ýmis önnur kerfi. Hugbúnaðarsérfræðingar okkar hafa margra ára reynslu í hönnun, smíði og rekstri upplýsingakerfa.