Starfsmenn Tæknivits


Magnús Þór Karlsson

Framkvæmdastjóri

Magnús Þór Karlsson stofnaði Tæknivit 2001. Hann er véltæknifræðingur frá Odense Teknikum í Dannmörku en sótti í náminu greinar frá rafmagnsdeild skólans. Magnús hefur á starfsferli sínum aðallega unnið að upplýsingaverkefnum. Hann stofnaði Hug sf 1985.

Í frítíma sínum hefur hann starfað með Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og Jöklarannsóknafélaginu.

Netfang: magnus@taeknivit.is

Dagbjört Lára Helgadóttir

Bókari

Dagbjört hóf störf hjá Tæknivit í janúar 2020. Hún er viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík.

Dagbjört starfaði áður um langt skeið sem skrifstofustjóri í Vefnaðarvöruversluninni Virku, þar sem hún hélt utan um starfsmannamál, innflutning, bókhaldið og kom að flestu því sem viðkom rekstrinum.

Netfang: dagbjort@taeknivit.is

Hallbjörn Magnússon

Rekstrar- og verkefnastjóri

Hallbjörn a.k.a Halli hefur lengi verið viðloðandi Tæknivit og hefur starfað hjá fyrirtækinu með hléum frá árinu 2006.

Árin 2019 til 2023 starfaði Halli sem leiðsögumaður og ferðaðist um landið þvert og endilangt með náttúruþyrsta ferðalanga.

Netfang: halli@taeknivit.is

Helgi Leifsson

Tölvunarfræðingur

Helgi hóf störf hjá Tækniviti í Maí 2016. Hann hefur mikla reynslu af tæknilegum málum eftir nám sitt hjá Háskólanum í Reykjavík ásamt vinnu sinni hjá Icelandic Institute for Intelligent Machines með námi.

Helgi útskrifaðist frá Háskóla Reykjavíkur 2014 sem Tölvunarfræðingur. Þar áður vann hann við gæðastjórnun hjá Crowd Control Productions (CCP) (2004-2005) og sem tæknimaður hjá Opnum Kerfum (2000-2004).

Hjá Tækniviti forritar hann sjálfvirkar skráningarvélar og hliðstýringar ásamt öðrum verkefnum.

Netfang: helgi@taeknivit.is

Helgi Örn Viggósson

Hugbúnaðarsérfræðingur

Helgi Örn hefur starfað í hugbúnaðargeiranum frá því á níunda áratug síðustu aldar, fyrst hjá umboðsaðilum Digital Equipment Corporation (DEC) og IBM á Íslandi, bæði sem tæknimaður og stjórnandi.

Hann hefur starfað með og tekið þátt í stofnun nokkurra sprotafyrirtæka og staðið að þróun margvíslegs hugbúnaðar, frá þýðendum fyrir forritunarmál til markaðsherferðakerfa og allt þar á milli.

Hjá Tækniviti hefur hann umsjón með hönnun, útfærslu og þróun hugbúnaðarkerfa.

Netfang: helgi.viggosson@taeknivit.is

Katrín María Magnúsdóttir

Grafískur hönnuður

Katrín María hóf störf hjá Tæknivit í byrjun árs 2024, eftir að hafa tekið að sér verkefni af og til fyrir Tæknivit í nokkur ár.

Katrín María er menntaður margmiðlunarhönnuður frá KEA Copenhagen School of Design and Technology en hún stundar nú nám við The Danish School of Journalism, Grafísk hönnun samhliða störfum sínum fyrir Tæknivit.

Netfang: katrinmaria@taeknivit.is

Þrándur Jensson

Rafvirki, tæknimaður

Þrándur, rafvirki og kvikmyndafræðingur með meiru sér um framleiðslu, uppsetningu og þjónustu á hinum margvíslega búnaði sem úr smiðju Tæknivits kemur.

Utan vinnutíma á stuttmyndagerð hug hans allan.

Netfang: thrandur@taeknivit.is

Ullr Eldhamar Axfjörð Halblaub

Sölustjóri

Ullr er með gráðu frá Tækniskóla Íslands í iðnrekstrarfræði af markaðssviði. Hann lagði einnig stund á nám í fjölmiðla- og samskiptafræði við háskólann í Gautaborg. Mest hefur hann unnið við ýmiskonar markaðs- og sölumál og starfaði lengi sjálfstætt við auglýsingagerð ásamt markaðsvinnu því tengdu. Meðal vörumerkja sem hann hefur unnið við eru Findus, LU og Finish.

Í frítímanum skellir hann sér oft á fjallahjól á skemmtilegu slóðum sem finnast allt í kringum höfuðborgarsvæðið. Ef hann er ekki á fjallahjólinu þá er hann á hestbaki sem er eitt af uppáhalds áhugmálum hans enda stundað hestamennsku frá unga aldri..

Netfang: ullr@taeknivit.is