Starfsmenn Tæknivits


Axel Örn Kristjánsson

Axel hóf störf hjá Tæknivit í Mars 2019. Hann er hugbúnaðar-tæknifræðingur menntaður frá Syddansk Universitet í Danmörku.

Í grunninn er hann rafvirki svo sjálfvirkni lausnir hafa alltaf heillað hann. Hann sinnir hinum ýmsu verkefnum svo sem hönnun á sjálfvirkni lausnum og uppsetningu á búnaði.

Helgi Leifsson

Helgi hóf störf hjá Tækniviti í Maí 2016. Hann hefur mikla reynslu af tæknilegum málum eftir nám sitt hjá Háskólanum í Reykjavík ásamt vinnu sinni hjá Icelandic Institute for Intelligent Machines með námi. Hann útskrifaðist frá Háskóla Reykjavíkur 2014 sem Tölvunarfræðingur. Þar áður vann hann við gæðastjórnun hjá Crowd Control Productions (CCP) (2004-2005) og sem tæknimaður hjá Opnum Kerfum (2000-2004).

Hjá Tækniviti forritar hann sjálfvirkar skráningarvélar og hliðstýringar ásamt öðrum verkefnum.

Kristrún Kristinsdóttir

Kristrún Kristinsdóttir hóf störf hjá Tækniviti í sept 2018 sem bókari. Hún er lærður bókari, viðskiptafræðingur og með meistaragráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst.

Kristrún fór til Ástralíu í skiptinema árið 1991-1992 og stundaði nám á þeim tíma í Tasmaníu. Árið 1996 fór Kristrún út í fyrirtækjarekstur og vann við það í 10 ár. Kristrún fór í bókaranám við NTV árið 2003 en hafði verið að bóka síðan 1998. Kristrún sá um bókhald í heildsölunni Leiko árið 2006-2007 og hélt sig við bókhaldið hjá Central ehf þangað til hún fór í nám á Bifröst árið 2011-2016, tók þar frumgreinadeild-viðskiptafræði og Master í Alþjóðaviðskiptum.

Kristrún er þó ekki hætt í náminu og er nú þegar að bæta við sig Viðurkenndum bókara í HR haustönnina 2018 og útskrifast um áramótin.

Kristrún er formaður sumarbústaðafélags í Eyrarskógi og Hrísabrekku. Áhugamál hennar eru útivist, fjallganga, handavinna og ferðalög.

Magnús Þór Karlsson

Magnús Þór Karlsson stofnaði Tæknivit 2001. Hann er véltæknifræðingur frá Odense Teknikum í Dannmörku en sótti í náminu greinar frá rafmagnsdeild skólans. Magnús hefur á starfsferli sínum aðallega unnið að upplýsingaverkefnum. Hann stofnaði Hug sf 1985.

Í frítíma sínum hefur hann starfað með Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og Jöklarannsóknafélaginu.

Sigurjón Hjartarson

Sigurjón Hjartarson hóf störf hjá Tækniviti í apríl 2017 sem ráðgjafi, verkefnastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri.

Hann er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Rockford College í Bandaríkjunum.

Hann hefur meðal annars unnið sem innkaupastjóri á Borgarspítalanum og bókari hjá Arnarflugi. Hann vann 18 ár í bankageiranum sem lánasérfræðingur, útibússtjóri, markaðsstjóri og sem sérfræðingur á verðbréfasviði. Hann hefur einnig unnið sem sjálfstæður ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Veðurstofu Íslands.

Sigurjón gekk til liðs við Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík árið 1982 m.a. sem varaformaður og stjórnarmaður. Hann sat einnig í stjórn Barnaheilla og Siglingasambands Íslands. Útivist og siglingar eiga hug hans allan.

Stefán Birnir Sverrisson

Stefán Birnir Sverrisson hóf störf hjá Tækniviti í maí 2009. Hann er með meistaragráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku.

Með námi vann Stefán sem tæknimaður hjá Securitas þangað til hann útskrifaðist árið 2004. Stefán var við störf hjá VJI Verkfræðistofu (nú Lota ehf) í þrjú ár sem smáspennuhönnuður, síðan við hugbúnaðarþróun á Libra Loan lánakerfinu hjá Librasoft í 2 ár áður en hann hóf störf hjá Tækniviti. Stefán réð sig til Nordic Semiconductor ASA í Noregi árið 2012 og vann þar við þróun Bluetooth örtölvuflaga í 4 ár áður en hann snéri aftur til Tæknivits í nóvember 2016. Helstu verkefni Stefáns í dag er þróun-, ráðgjöf og verkefnastjórnun tengt skráningarkerfum Sorpu BS

Stefán hefur gaman að útiveru og líkamsrækt. Hann hefur ástríðu fyrir rafbílum og umhverfismálum og er í stjórn Rafbílasambands Íslands.