Ráðgjöf í hleðslu rafbíla
Rafbílar hafa marga kosti umfram hefðbundna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Einn aðalkosturinn er hagkvæmari rekstur. Ef miðað er við heimahleðslu þá er orkukostnaður almennt 10%-20% miðað við bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti.
Hleðsla rafbíla
Í grunninn eru tvær leiðir til að hlaða rafbíl, hratt eða hægt. Í hraðhleðslu fæst yfirleitt 200-300 kílómetra drægi per klukkustund en í hæghleðslu fæst 10-80 kílómetra drægi per klukkustund. Ágætis þumalputtaregla er að heimahleðsla kostar 250kr/100km og hraðhleðsla kostar 750kr/100km. Hentugast og ódýrast er að geta hlaðið heima hjá sér og vera með fullhlaðinn bíl á hverjum morgni. Heimahleðsla er tiltölulega einföld í einbýlishúsum en hins vegar flóknari í fjölbýlishúsum þar sem lagnir við bílastæði eru oft ekki til staðar eða ekki fullnægjandi fyrir hleðslu á rafbíl.
Hleðslustöðvar fyrir fjölbýlishús
Rafbílar og tengiltvinnbílar verða sífellt vinsælli meðal almennings þar sem þeir eru hagkvæmir í rekstri, umhverfisvænir og úrval þeirra stöðugt að aukast. Almenn krafa rafbílaeigenda er að geta hlaðið rafbílinn heima hjá sér, sem er hentugast og hagkvæmast
Þegar kemur að hleðslu rafbíla í fjölbýlishúsum skal tryggja að lausnin virki til framtíðar en sé jafnframt hagkvæm, áreiðanleg og örugg.
Aukið verðmæti
Íbúðir auka verðmæti sitt þegar hægt er að hlaða rafbíl eða tengiltvinnbíl í viðkomandi fjölbýlishúsi.
Heildarlausn í rafbílahleðslum
Tæknivit býður heildarlausn í rafbílahleðslum fyrir fjölbýli, þ.e. hönnun, uppsetningu og rekstur. Hönnun og frágangur er að fullu í samræmi við kröfur Mannvirkjastofnunar um hleðslu rafbíla. Löggildir rafverktakar með þekkingu á viðkomandi hleðslukerfi sjá um uppsetningu. Hleðslulausn fyrir fjölbýlishús má skipta í þrjá eftirtalda hluta:
- Raflagnakerfi fyrir hleðslustöðvar
Gerir öllum kleift að setja upp hleðslustöð við sitt bílastæði.
Kostnaður fellur á viðkomandi húsfélag og er almennt 50-100 þús. kr. á íbúð fyrir innistæði, 100-250 þús. á íbúð fyrir útistæði.
- Hleðslustöðvar
Hleðslustöðvar eru í boði í öllum stærðum og gerðum. Þær eru afhentar uppsettar og tilbúnar til notkunar.
Hleðslustöðvar eru settar upp eftir því sem rafbílum fjölgar í sameign.
Kostnaður er 150 – 300 þús. kr. á hleðslustöð, kostuð af rafbílaeiganda ef um einkastæði er að ræða, kostuð af húsfélagi ef um sameingarstæði er að ræða.
- Umsjónarkerfi
Umsjónarkerfi er þríþætt: álagsstýring, aðgangstýring og uppgjör. Þjónustugjald er 0 - 1500 kr. á notanda á mánuði, háð aðstæðum og kerfisvali.
Álagsstýring tryggir að hleðsla rafbíla trufli ekki almenna rafmagnsnotkun í húsinu og að allir rafbílar séu fullhlaðnir á hverjum morgni.
Aðgangsstýringar eru almennt notaðar við rafbílahleðslu á sameignarstæðum. Notandi auðkennir sig með aðgangskorti til að hefja hleðslu.
Uppgjör umsjónarkerfis sýnir notkun hvers og eins. Einnig í boði sjálfvirkt uppgjör þar sem notendur fá reikning fyrir sinni notkun og húsfélagið fær endurgreiðslu fyrir rafmagnsnotkun hleðslustöðva í sameign.
- 1. Skoðun á aðstæðum
- 2. Val á hentugri og hagkvæmri hleðslulausn
- 3. Útbúin kostnaðaráætlun
- 4. Hönnun á völdu hleðslustöðvarkerfi ásamt raflagnauppdrætti
- 5. Svara spurningum viðskiptavinar
Fagleg ráðgjöf
Tæknivit er í samstarfi við helstu söluaðila hleðslustöðva og býður ráðgjöf um hvaða hleðslukerfi er hentugast og hagkvæmast fyrir viðkomandi aðstæður. Viðskiptavinir geta borið saman mismunandi hleðslukerfi og valið það sem hentar best þeirra þörfum.
Fyrsta skref er að ráðgjafi Tæknivits hittir umsjónaraðila húsfélags á ráðgjafarfundi. Verkefni fundarins eru eftirfarandi:
Ráðgjafafundurinn er án skuldbindinga. Viðskiptavinur heldur öllum gögnum frá fundinum og notar þau eins og honum þóknast.
Pantaðu ráðgjöf hjá Tækniviti í síma 568 8600 eða tölvupósti, stefan@taeknivit.is.
Ráðgjafi er Stefán Birnir Sverrisson, rafmagns- og tölvuverkfræðingur og sérfræðingur í rafbílahleðslumálum.
Verð ráðgjafar er háð fjölda íbúða:
Fjöldi íbúða í húsfélagi | Gjald með vsk | Fjöldi íbúða í húsfélagi | Gjald með vsk | |
---|---|---|---|---|
Færri en 11 | 109.120 | 101-110 | 257.920 | |
11-20 | 124.000 | 111-120 | 272.800 | |
21-30 | 138.880 | 121-130 | 287.680 | |
31-40 | 153.760 | 131-140 | 302.560 | |
41-50 | 168.640 | 141-150 | 317.440 | |
51-60 | 183.520 | 151-160 | 332.320 | |
61-70 | 198.400 | 161-170 | 347.200 | |
71-80 | 213.280 | 171-180 | 362.080 | |
81-90 | 228.160 | 181-190 | 376.960 | |
91-100 | 243.040 | Fleiri en 190 | 391.84 |