Tæknivit býður óháða ráðgjöf fyrir húsfélög, fyrirtæki og stofnanir, við val á hleðslustöðvakerfi, staðsetningu, álagsstýringu, hönnun og framkvæmd, óháð söluaðilum hleðslustöðva.


Sérhæfðir þjónustupakkar fyrir húsfélög:

 • 1. Kerfisval og kostnaðaráætlun
  • Skoðun á aðstæðum
  • Val á hentugri og hagkvæmri hleðslulausn
  • Gróf kostnaðaráætlun
  • Gerð raflagnauppdrátta
 • 2. Gerð útboðsgagna
  • Verklýsing
  • Magntöluskrá
  • Uppfærsla á raflagnateikningum
 • 3. Heildarumsjón hleðslustöðva
  • Innkaup
  • Uppsetning
  • Fullur frágangur og kerfið tilbúið til notkunar

Aðstæður fjölbýlishúsa og annara bygginga eru mismunandi og þarf uppbygging hleðslukerfis og val á hleðslustöðvum að taka mið af aðstæðum hverju sinni. Tæknivit hjálpar viðskiptavinum að greina kosti og takmarkanir hleðslustöðvakerfa og velja hagkvæmustu lausnina.


Tæknivit hefur þekkingu á rafhleðslukerfum frá mismunandi söluaðilum. Hleðslukerfi henta misvel fyrir mismunandi aðstæður fjölbýlishúsa og fyrirtækja. Velja þarf álagsstýringu við hæfi, til að hleðslukerfi valdi ekki truflunum á almennri raforkunotkun viðkomandi byggingar. Val er um kaup eða leigu á hleðlsukerfi.


Hönnun hleðslukerfis þarf að vera sveigjanleg, þar sem hægt er að byrja smátt á ódýrasta hátt en kerfið ráði á endanum við að rafbílar hlaði í öllum bílastæðum. Lausnin þarf að fullnægja rafbílanotendum hvað varðar aðgengi, virkni, öryggi, einfaldleika og hleðsluhraða. Hönnun og efnisval sé að fullu í samræmi við tilmæli Mannvirkjastofnunnar um hleðslu rafbíla.