Voga og upplýsingakerfi Tæknvits er ein af sérhæfinugm fyrirtækisins, eftir margra ára reynslu og þróun á eigin lausnum þar á meðal Vigtarverði og Snertivigtun, sem hægt er að aðlaga að þörfum hvers og eins.

Punktar fyrir neðan saman stendur af möguleikum í kerfinu, en er ekki tæmandi, hægt er að aðlaga kerfið að þínu þörfum.


 • Aðgangsstýring
 • Vigtun
 • Skráning
 • Flokkun
 • Myndavélar
 • Kallkerfi
 • Afgreiðsla
 • Sjálfvirk afgreiðsla
 • Reiknings viðskipti
 • Stök viðskipti
 • Margar tegundir voga í boði, Sjá hér
 • Hægt að tengja við lagerkerfi
 • Hægt að tengja við bókhaldskerfi


Vigtarvörður
Vigtarvörður er hágæða hugbúnaður til móttökuskráningar á vigtaðri vöru. Hægt er að skrá ýmsar upplýsingar s.s. hver greiðir fyrir farminn, hver flytur, hverskonar farmur, þyngd, tímasetning og fleira.
Þyngd er skráð bæði á inn- og útleið og þannig er hægt að reikna út þyngd farms og innheimta gjald eftir því.
Vigtarvörður er í notkun hjá nokkrum sorpmóttökustððvum, þ.á.m. Sorpu.


Snertivigtun
Snertivigtun er sjálfsafgreiðslu lausnin okkar. Virknin er svipuð nema hér er lagt upp með að viðskiptavinur skrái sig sjálfur inn og út af svæði (sjálfsagreiðsla).


Hægt er að tengja lausnirnar okkar við öll helstu lager- og bókhaldskerfi.
Vigtarvörður og Snertivigtun eru lausnir þróaðar af okkur sem gerir okkur auðvelt að laga þær að mismunandi kröfum og aðstæðum.


Við útvegum einnig vogirnar sjálfar. Þar er helst að nefna vogir frá: Botek, Ravas, Scanvægt og Tamtron.