Hlaðbær Colas nýtir sér Snertivigtun frá Tæknivit. Sjálfafgreiðslu vigtarkerfi fyrir bílvogir.
Snertivigtun frá Tæknivit ehf er viðbót við vigtarkerfið Vigtarvörð.
Snertivigtun gerir sjálfsafgreiðslu mögulega með snertiskjá-skráningastöðvum á vog.
Virkni kerfisins byggir á því að bílstjóri skráir sig sjálfur inn og út af svæði þegar ekið er yfir bílvog.
Bílstjóri skráir á snertiskjá hver greiðir fyrir farminn, hver er flytjandi, hvaða tegund farms er um að ræða ofl. Kerfið bætir síðan við þyngd og tíma innvigtunar bíls.
Á útleið bætist síðan við þyngd bíls og tími útvigtunar.
Reiknuð er þyngd farms sem mismunur milli inn- og útvigtunar og gjald fyrir farminn út frá skráðum taxta í efnisflokkaskrá.
Hægt er að vinna með efnisflutning inn eða út af svæði eða hvorttveggja í einu.
Bílar í föstum viðskiptum þarf ekki að núllvigta (tara) í hverri ferð sem flýtir verulega fyrir.
Skráning fer fram á snertiskjá við bílgluggann svo bílstjóri þarf ekki að yfirgefa sætið. Ef vandamál koma upp getur afgreiðslumaður yfirtekið skráninguna og/eða leiðbeint með kallkerfi.
Hægt er að tengja Snertivigtun við öll helstu lager og bókhaldskerfi.
Dæmi um notkun Snertivigtunar hjá Hlaðbær-Colas
Hlaðbær-Colas, stærsti malbiksframleiðandi Íslands, notar Snertivigtunarkerfi frá Leiðum. Kerfið hefur verið sniðið að þeirra þörfum og er í fullri virkni.
Stutt kynning á kerfinu hjá Hlaðbæ-Colas:
Dæmi um innskráningu hjá Hlaðbæ-Colas
Dæmi um útskráningu hjá Hlaðbæ-Colas:
Dæmi um notkun á kallkerfi hjá Hlaðbæ-Colas. Kallkerfið er notað til að aðstoða bílstjóra við skráningarferlið.
Vélbúnaður
Snertiskjár í stálkassa með hljóðnema, hátalara og örmerkjalesara eru settir upp við hvorn enda vogarinnar.
Inni í öðrum stálkassanum (skráningarstöðinni) er PC tölva með Windows stýrikerfi sem keyrir Snertivigtun hugbúnaðinn. Einnig er magnarabúnaður fyrir kallkerfi staðsettur í stálkassanum.
Valmöguleiki er að setja upp myndavélar við sitt hvorn enda vogarinnar til að taka myndir af bíl, númeraplötu, farmi eða bílstjóra, sem er vistað með skráningunni.
Hugbúnaður
Snertivigtun, sem er viðbót við Vigtarvörð, er hugbúnaður fyrir PC tölvu með Windows stýrikerfi sem tengist við bílvog og birtir skjámyndir á snertiskjánum.
Screen Connect fjarstjórnarhugbúnaður er settur upp á þeim tölvum sem við á. Með honum er hægt að fylgjast með, aðstoða og taka yfir stjórn á skráningarstöðvunum úr hvaða tölvu sem er.
Stjórnforrit er sett upp á sömu tölvu til að opna og loka fyrir hljóðnema, sem og að sýna myndskeið frá myndavélum ef þær eru til staðar.