Rafbílar:

Rafbílar hafa marga kosti umfram hefðbundna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Einn aðalkosturinn er hagkvæmari rekstur. Ef miðað er við heimahleðslu þá er orkukostnaður almennt 10%-20% miðað við bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti.


Hleðsla rafbíla:

Í grunninn eru tvær leiðir til að hlaða rafbíl, hratt eða hægt. Í hraðhleðslu fæst yfirleitt 200-300 kílómetra drægi per klukkustund en í hæghleðslu fæst 10-80 kílómetra drægi per klukkustund. Ágætis þumalputtaregla er að heimahleðsla kostar 250kr/100km og hraðhleðsla kostar 750kr/100km. Hentugast og ódýrast er að geta hlaðið heima hjá sér og vera með fullhlaðinn bíl á hverjum morgni. Heimahleðsla er tiltölulega einföld í einbýlishúsum en hins vegar flóknari í fjölbýlishúsum þar sem lagnir við bílastæði eru oft ekki til staðar eða ekki fullnægjandi fyrir hleðslu á rafbíl.


Tæknivit:

Tæknivit veitir þjónustu og ráðgjöf við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, óháð söluaðilum hleðslustöðva:


  • Aðstoðum húsfélög, fyrirtæki og stofnanir við allt sem viðkemur hleðslumálum fyrir rafbíla
  • Getum tekið að okkur allt ferlið ásamt uppsetningu og rekstri
  • Kynntu þér þjónustu okkar hér

Tæknivit hefur þekkingu á rafhleðslukerfum frá mismunandi söluaðilum. Hleðslukerfi henta misvel fyrir mismunandi aðstæður fjölbýlishúsa og fyrirtækja. Velja þarf álagsstýringu við hæfi til að hleðslukerfi valdi ekki truflunum á almennri raforkunotkun viðkomandi byggingar.